Fjölært
- Details
- Category: Fjölært
Við mælum með því að þú skoðir úrvalið af fjölærum plöntum og skipuleggir fjölæru blómabeðin þannig að blómgunartími og umfang hverrar plöntu sé á hreinu áður en þú kemur til okkar og kaupir plönturnar. Þannig eru mestar líkur á að þú verðir ánægð/ur með valið þegar til lengri tíma litið.
Það er auðvelt að heillast af því sem er í blóma þegar mætt er í garðyrkjustöðina og fólk áttar sig ekki alltaf á hversu stórar plönturnar verða. Á meðan fjölæru plönturnar eru að vaxa er upplagt að planta sumarblómum til að fylla upp í beðin.
Plönturnar í Garðyrkjustöð Ingibjargar eru vel merktar og þú getur fengið aðstoð við að raða í beð.
Athugið að við getum ekki ábyrgst að við eigum allar plönturnar sem eru á listanum. Hafðu endilega samband til að vita hvort að tegundirnar sem þú hefur áhuga á séu eða verði til í sumar.
- Details
- Category: Fjölært
Athugið að við getum ekki ábyrgst að við eigum allar plönturnar sem eru á listanum. Hafðu endilega samband til að vita hvort að tegundirnar sem þú hefur áhuga á séu eða verði til í sumar. Plönturnar í Garðyrkjustöð Ingibjargar eru vel merktar og þú getur fengið aðstoð við að raða í beð.
Alpabjalla, Alpafífill, Alpalín, Aronsvöndur, Asíusóley
Álfahjarta, Álfakollur, Álfaljós, Álfamunnur
Berghnoðri, Bergnál, Bládrekakollur, Bláklukka, Blálauf, Blástjörnufífill, Blóðberg, Blóðmura, Breiðublóm, Burnirót
Damatíublágresi, Dvergadrottning, Dvergaskór, Dvergaslæða, Dvergavöndur, Dvergavör, Dvergdepla, Dverghumall
Engjablaðka
Fagursmæra, Fjaðurnellika, Fjallabjalla, Fjalladís, Fjallaholurt, Fjalldalafífill
Garðalójurt, Garðskriðnablóm, Geislablaðka, Geitabjalla, Geldingahnappur, Goðadrottning, Gullhumall, Gullsteinbrjótur
Hanaspori, Heiðabjalla, Helluhnoðri, Hjartaklukka, Hjartasteinbrjótur, Holurt, Hraunbúi, Huldulykill, Húslaukur, Höfuðklukka
Jarðarberjamura
Kattablóm, Klapparhnoðri, Klapparmura, Klettafrú, Kúlulykill
Laufeyjarlykill, Laugadrottning
Maíepli, Maríuskór, Melasól, Mongólahríma, Mongólalykil, Morgunroði, Mörtulykill
Postulínsblóm
Randalykill, Rjóðursóley, Roðasteinbrjótur, Rottueyra, Rósamura, Rósulykill
Sápujurt, Silkibygg, Skarlatsfífill, Smáklukka, Snæbreiða, Steinahnoðri, Steindepla, Stjörnublaðka
Urðagull
Völskueyra
Þrídalafífill, Þyrnihnetulauf.
- Details
- Category: Fjölært
Lýsing: Fjólublá blóm í júní-júlí.
Hæð: 20-30 sm
Aðstæður: Harðgerð og skuggþolin. Þrífst best í næringarríkum, rökum jarðvegi. Sáir sér nokkuð. Hentar í steinhæðir og beð.
- Details
- Category: Fjölært
Lýsing: Gráhvít blóm í júlí-ágúst. Grá loðin blöð. Blöðin má þurrka.
Hæð: 10-20 sm.
Aðstæður: Þarf sólríkan vaxtarstað. Þrífst best í þurrum, sendnum jarðvegi. Hentar í steinahæðir.
- Details
- Category: Fjölært
Lýsing: Himinblá blóm í klösum í júní-ágúst.
Hæð: 10 - 30 sm
Aðstæður: Þarf sólríkan vaxtarstað og gott skjól. Þrífst best í næringarríkum, vel framræstum jarðvegi. Hentar í fjölæringabeð og steinhæðir.