Við mælum með því að þú skoðir úrvalið af fjölærum plöntum og skipuleggir fjölæru blómabeðin þannig að blómgunartími og umfang hverrar plöntu sé á hreinu áður en þú kemur til okkar og kaupir plönturnar. Þannig eru mestar líkur á að þú verðir ánægð/ur með valið þegar til lengri tíma litið.
Það er auðvelt að heillast af því sem er í blóma þegar mætt er í garðyrkjustöðina og fólk áttar sig ekki alltaf á hversu stórar plönturnar verða. Á meðan fjölæru plönturnar eru að vaxa er upplagt að planta sumarblómum til að fylla upp í beðin.
Plönturnar í Garðyrkjustöð Ingibjargar eru vel merktar og þú getur fengið aðstoð við að raða í beð.
Athugið að við getum ekki ábyrgst að við eigum allar plönturnar sem eru á listanum. Hafðu endilega samband til að vita hvort að tegundirnar sem þú hefur áhuga á séu eða verði til í sumar.