Ávaxtatré og berjarunnar
- Details
- Category: Ávaxtatré og berjarunnar
Lýsing: Lítt áberandi gul blóm í júní. Falleg rauðgul og safarík aldin á kvenplöntum. Berin innihalda mikið af C-vítamíni. Þyrnóttur og kræklóttur runni með gráleit blöð.
Hæð: 2-4 m.
Aðstæður: Harðgerður. Vindþolinn og saltþolinn. Þarf sólríkan vaxtarstað. Þrífst best í rýrum og sendnum jarðvegi. Nægjusöm sérbýlisplanta. Hentar í garða og landgræðslusvæði.
Annað: Ræktuð sem lækningajurt. Full af Omega 7 fitusýrum. Plantan er meðal annars notuð til að stilla hósta, laga meltingu, verja lifrina, draga úr sársauka, minnka bólgur, auka blóðflæði, vinna gegn þurrk í leggöngum og í ýmsar húðvörur. Ein karlkyns planta (Hippophae rhamnoides ´Pollumix´) nægir fyrir 6-8 kvenkyns plöntur (Hippophae rhamnoides ´Leikora´). Myndar rótarskot.
- Details
- Category: Ávaxtatré og berjarunnar
Lýsing: Gul blóm í maí. Svört, bragðgóð og C-vítamínrík ber. Langur uppskerutími og mikil uppskera. Þéttvaxinn runni með uppréttan vöxt.
Hæð: 1-2 m.
Aðstæður: Harðgert. Vindþolið. Þrífst best á sólríkum stað í rökum og næringarríkum jarðvegi. Skuggþolið, en gefur þá minni uppskeru. Upplagt í heimilisgarða og á skólalóðir.
- Details
- Category: Ávaxtatré og berjarunnar
Hluti af uppskeru sem kom af einu plómutré (Opal) úti í garði í Hveragerði í september 2010.
Best er að velja sólríkan og skjólsælan stað undir ávaxtatré til að fá uppskeru. Einnig er hægt að rækta margar sortir í óupphituðum gróðurhúsum, en þá þarf að hafa í huga hversu stórt yrkið verður og hvort hægt sé að halda því niðri með klippingu. Ávaxtatré gefa meira af sér í óupphituðum gróðurhúsum.
Jarðvegur þarf að vera frjór og ekki of rakur. Sendinn jarðvegur hentar vel. Um leið og það er orðið frostlaust ætti að bera áburð á trén. Ef vökvun er óregluleg geta komið sprungur í aldin, sérstaklega plómur og kirsuber. Ef lítið er um flugur er gott að frjóvga með pensli nokkrum sinnum yfir blómgunartímann. Ef aldin standa mjög þétt þarf að grisja þau.
Ávaxtatré- og runnar í upphituð gróðurhús eða sólríka stofu
Kaffi, litlar mandarínur / Kumquat, ólífur, sítrónur, vínber.
Ávaxtatré- og runnar fyrir köld gróðurhús
Bláber, epli, ferskjur, fíkjur, goji ber, heslihnetur, hindber, kirsuber, perur, plómur.
- Details
- Category: Ávaxtatré og berjarunnar
Þó að flest bláber séu sjálffrjóvgandi er gott að planta fleiri tegundum sem blómstra á sama tíma til að fá betri uppskeru. Best er að fjarlægja blómin árið sem plantan fær ný heimkynni. Þetta kemur í veg fyrir uppskeru í upphafi, en ætti að auka hana til lengri tíma litið.
Best er að planta bláberjarunnum á sólríka og skjólsæla staði. Þeir þola hálfskugga, en fá þá minni uppskeru. Þeir þrífast best í súrum, næringarríkum, meðalrökum eða rökum og vel framræstum jarðvegi. Þola illa að þorna. Snyrtið eins og þarf síðla vetrar á þriðja ári plöntunnar og árlega eftir það til að fá bestu mögulegu útkomu.
- Details
- Category: Ávaxtatré og berjarunnar
Harðgerð ávaxtatré sem þola sæmilega seltu. Fæst eplatré eru sjálffrjóvgandi, yfirleitt þarf tvö yrki og þá er enn betra að hafa þrjú. Einstaka eru hálfsjálffrjóvgandi og geta gefið uppskeru ein, en eru betri með öðrum.
Blómgunartími getur verið misjafn og því verður að velja saman tré sem blómstra á sama tíma. Flest eplayrki blómstra 28. maí - 12. júní. Sum yrki blómstra annað hvert ár, en það eru minni líkur á því ef þau eru ekki látin bera of mörg epli. Ef aldin eru of þétt er gott að grisja þau þannig að það standi eftir eitt aldin á hverjum klasa.
Um leið og epli fara að detta af trénu eru þau þroskuð. Óþroskuð aldin er erfitt að losa frá trénu. Best er að tína einungis sæmilega þroskuð aldin og tína oftar. Snúðu aldin af frekar en að slíta og láttu stilkana fylgja með aldinunum. Ef epli eru of lengi á trénu geta þau ofþroskast og þá verða þau mjölkennd. Rauð epli fá ekki rauðan lit ef þau fá ekki næga birtu. Fyrsta uppskera er oft eftir 2-5 ár.
Eplatré þrífast best á sólríkum vaxtarstað í næringarríkum, rökum og vel framræstum jarðvegi. Þau þola einnig hálskugga. Sýrustig á að vera í kringum 6-7 (örlítið súr jarðvegur). Þau þola illa að þorna og því nauðsynlegt að vökva vel í sólríkum sumrum. Það er ekki nauðsynlegt að klippa eplatré, en þau þola mikla klippingu. Gott er að klippa eplatrén vel sama ár og þau eru gróðursett. Best er að klippa 1/3 af ársvexti seinnipart sumars og síðan aftur að vori. Gefa skal áburð um miðjan aprí og aftur í júlí um 40 gr. í hvort skipti. Gott er að setja einangrandi mottur yfir ræturnar fyrir veturinn ef eplatréð er í garðinum.
Epli geymast best við 3-5°C í götóttum plastpoka.
Ekki geyma epli og kartöflur á sama stað.