Lýsing: Vaxkennd, klukkulaga kremhvít blóm í júní. Meðalstór, sæt, safarík og dökkblá ber í ágúst-september. Dökkgrænt lauf. Rauðir haustlitir. Sjálffrjóvgandi, en það er gott að planta fleiri tegundum sem blómstra á sama tíma til að fá betri uppskeru.
Hæð:0,9 - 1,2 m. á hæð og breidd.
Aðstæður: Þarf sólríkan og skjólsælan vaxtarstað. Þolir hálfskugga, en fær þá minni uppskeru. Þrífst best í súrum, næringarríkum, meðalrökum eða rökum og vel framræstum jarðvegi. Þolir illa að þorna.