Lýsing: Hvít blóm í maí-júní. Fær ágætis uppskeru á sólríkum og skjólgóðum stað. Ekki sjálffrjóvgandi. Frjóvgast með ´Clapps Favorite´, Coloree de Juliet / Broket Juliet´, ´Clara Frijs´ og ´Conference´. Perurnar eru grænleitar með rauðum sólroða, sætar og safaríkar. Smá og nánast kringlótt aldin þroskast í september-október.
Hæð: 2-5 m. Hægt að halda niðri með klippingu.
Aðstæður: Best á sólríkum stað í skjóli við vegg eða í köldu gróðurhúsi. Þrífst best í næringarríkum og vel framræstum jarðvegi.