Tegundir: ´Brekkan´, ´Keisari´, ´Sæland´
Lýsing: Blóm myndast á a.m.k. 20 ára plöntum í apríl-maí. Hávaxið beinstofna tré.
Hæð: 10-25 m.
Aðstæður: Harðgerð. Hæstu tré hérlendis. Þarf sólríkan vaxtarstað eða hálfskugga. Þarf rakan jarðveg og gott rótarpláss. Hentar í skógrækt. Ekki hentugt í litla garða.
Annað: Fljótvaxin. Myndar rótarskot.
Einkenni tegunda
Brekkan: Stórvaxin og krónumikil ösp sem laufgast frekar seint. KK og sendir því ekki fræull frá sér.
Keisari: Breiðvaxin, hægvaxta og meðalhátt tré með fáa, en svera sprota. Mjög vindþolin. KK og sendir því ekki fræull frá sér. Kelur lítið.
Sæland: Stórt tré með breiða krónu. Blöðin eru breið og hjartalaga. Þetta yrki er með mikið þol gagnvart asparryði og kelur lítið. KK og sendir því ekki fræull frá sér.