Gróðursetning
Rósir þurfa sól og skjól. Þær eru bestar undir suðurvegg.
Það ætti að gróðursetja allar rósir í frjóum jarðvegi og vökva vel eftir gróðursetningu.
Ágræddar rósir verður að gróðursetja djúpt, þannig að ágræðslan fari 5-10 sm. undir mold.
Fjarlægið villiskot. Þau eru venjulega ljósari og þyrnóttari en aðrar greinar á plöntunni. Þessi villiskot geta komið upp síðar og þá þarf að klippa þau.
Klipping
Best er að klippa rósir seinnihlutann i maí, þegar það er lítil hætta á næturfrosti.
Einnig má klippa þær í byrjun vetrar.
Ef plantan er mjög fyrirferðamikil getur verið gott að klippa hana mikið til að koma í veg fyrir skaða af völdum snjóþunga yfir vetrarmánuðina.
Eftirtalin atriði gilda um klippingu allra rósa:
1. Klippa og stytta sprota og stýra vexti.
2. Klippa skaddaðar, brotnar eða dauðar greinar í burtu.
3. Klippa greinar sem eru fyrir sterklegum aðalgreinum (flækjast í).
4. Klippa stubba og mjög gamlar greinar.
5. Klippa villisprota ef um ágrædda rós er að ræða.
Með því að smella hér getur þú fengið nánari upplýsingar um klippingu rósa
Heimild: www.gardabaer.is