Klifurplöntur
Klifurplöntur
Tré og Runnar
Rósir
Rósir
Fjölær
Fjölært
Pottablóm

Lauffellandi tré og runnar 

Barrtré og sígrænir runnar

Ávaxtatré og -runnar

 

Tegundir sem eru notaðar í limgerði:

Alaskavíðir, birki, blátoppur, brekkuvíðir, glótoppur, dúntoppur, fjallarifs, gljámispill, gljávíðir,hreggstaðavíðir, rauðtoppur, runnamura, strandavíðir, viðja, vindtoppur.

Leiðbeiningar um gróðursetningu og hirðingu trjáplantna

Ef þú smellir á ctrl og f saman getur þú leitað t.d. að harðger, kvistur eða berberis.

Acer pseudoplatanus

Garðahlynur

Stórt tré með breiða krónu. Þarf frjóan, vel framræstan jarðveg og stuðning fyrstu árin.

Acer palmatum atropurpreum
Japanshlynur
Blaðfagur skrautrunni. Blöðin purpuralituð. Lágvaxinn og lítt reyndur hér.
Acer platanoides 'Faassen Black'
Broddhlynur rauður
Blöðin rauð .  Fallegt tré eða skrautrunni. Þarf nokkuð skjól.

Aesculus hippocastanum

Hrossakastanía

Hvít blóm. Þarf djúpan, frjóan og rakan jarðveg og skjólgóðan stað, hæð 7-10 m.

Alnus incana

Gráelri
Gráölur

Beinvaxið eða kræklótt tré, minnir á birki. Gerir ekki miklar kröfur til jarðvegs og þarf ekki mikinn áburð. Harðgert.

Alnus sinuata
Sitkaölur
Sólelskt tré eða runni 1-10 m. á hæð með fallega glansandi laufi. Harðgert og nægjusamt. Þrífst vel í rýrum jarðvegi.

Amelanchier alinfolia

Hlíðaramall

Fallegur runni sem ber hvít blóm, síðan blásvört sæt ber. Þarf þurran jarðveg, sólelskur og harðgerður. Hæð 1-2 m.

Aralia elata
Göngustafur fjandans
Sérkennilegur þyrnóttur runni. Lítið reyndur hér.
Berberis vernae
Vorbroddur
Skrautrunni. Blómin gul, hangandi í  klösum á eldri greinum. Blómgast snemma.Afar harðgerður. Hæð 1-2m.

Berberis x ottawensis

'Laugardalur'

Sólbroddur


'Laugardalur'

Skrautrunni, blómin gul í maí-júní. Gulir og rauðir haustlitir. Harðgerður. 1-1,5 m.

Berberis x ottawensis

'Superba''

Purpurabroddur

Skrautrunni með rauðleitum blöðum. Blómin gul í maí-júní. Hæð 1-1,5 m.

Betula pubescens    'Embla' 

                             'Tumastaðir'

Birki
Ilmbjörk

Harðgert og vindþolið. Notað í limgerði, þyrpingar og sem stakstætt  tré. Sólelskt.

Betula nana
Fjalldrapi íslenskur
Þekjurunni með upprétt og kræklótt vaxtarlag. Blöðin  fínleg og dökkgræn. Fallegir rauðir haustlitir. Hæð 10-60 cm

 

Caragana arborescens

Kergi
Baunatré

Lítið tré eða stór runni. Gul blóm í júní-júlí. Þarf sendinn, kalkríkan jarðveg og lítinn áburð. Hægvaxta en harðgert.

Caragana arborescens
´Pendula´

Hengikergi
Hengibaunatré

Stofninn ca. 120 cm. Ágræddar slútandi greinar. Þarf sendinn, kalkríkann jarðveg og lítinn áburð. Best á skýldum stað, harðgert.

Cercidiphyllum japonicum
Hjartartré
Lítið tré með  fallegum hjartalaga laufblöðum. Fallegir haustlitir. Þarf skjól.
Chaenomeles japonica
 Litli -Eldrunni
Runni með þyrnóttar greinar verður ca 1m á hæð og 2m í þvermál, blómlitur er rauður og gul ilmandi aldin.  Sólelskur.  Lítið reyndur hér en getur þrifist á skjólgóðum stöðum.
Chiliotrichum diffusium 'Siska'
Brárunni
Lágvaxinn harðgerður runni. Blómin hvít, líkjast Baldursbrá.
Coryllus avellana ’Contorta’
Tröllahesli á stofni
 Skrautrunni með sérkennilegar greinar. Þrífst best í miðlungs-rökum næringarríkum jarðvegi.  Blóm óveruleg.

Cotoneaster adpressus

Skriðmispill

Jarðlægur smávaxinn runni, góðu þekjuplanta .Blómin lítil bleik í júlí, síðan rauð ber.Fallegir haustlitir. Skuggþolinn og harðgerður.

Cotoneaster nanshan 'Boer'
Vormispill á 80 cm. stofni
Flatvaxta runni, græddur á 80 cm háan stofn. Rauð ber. Þarf skjól og stuðning.

Cotoneaster
horizontalis

Hengimispill

Með sveigðar greinar, góður í steinhæðir, skuggþolinn.

Cotoneaster lucidus

Gljámispill

1-3 m. runni, góður í limgerði. Blómin lítil bleik í júlí. Glansandi, dökkgræn blöð. Fær rauðan haustlit. Harðgerður.

Crataegus monogyna
Snæþyrnir
Þyrnótt, lítið tré eða runni Hvít blóm í sveipum. Gerir ekki miklar kröfur um jarðveg og er vindþolinn. 

Cytisus decumbens

Flatsópur

10-20 cm. jarðlægur smárunni, grænar greinar og gul blóm í blaðöxlum eldri sprota. Þarf þurran, meðalfrjóan jarðveg. Sólelskur.

Cytisus x praecox

Vorsópur

Blómin ilmsterk, gul eða gulhvít. Þarf sendinn, kalkríkann jarðveg og lítinn áburð. Blómviljugur með slútandi greinar. 0,5-2 m.

Cytisus purgans

Geislasópur

Sígrænn skrautrunni með gul ilmandi blóm í júní-júlí. Harðgerður en þarf þurran sólríkan stað og lítinn áburð.

Cytisus purpureus

Purpurasópur

Fínlegur runni, blómstrar bleikum blómum. Þarf að taka inn yfir veturinn.

Cytisus scoparius 'Roter Favorit'
Rauður sópur
Blómviljugur  runni sem er þakinn eldrauðum blómum. Viðkvæmur,þolir ekki veturinn úti.

Daphne mezereum

Töfratré

Lágvaxinn runni, vart hærri en 1m.Blómgast á ólaufgaðar greinar, bleikum blómum snemma í maí.

Deutzia x hybryda "Mont Rose"
Stjörnutoppur
Skrautrunni, blómin áberandi, hvít fyrst svo rósrauð. Þarf skjól og sól. Hæð 50 - 100 cm.

Elaeagnus commutata

Silfurblað

Blöðin silfurlituð,  blómin lítt áberandi en ilmsterk. Mjög nægjusamt. Hæð 1 m.

Erica carnea ‘Winter Beauty’
Vorlyng
Sígrænn, skriðull lyngrunni. Þakinn hvítum, bleikum eða rauðum blómum seinnipart vetrar. Þrífst best í frjórri sandmold. Sólelskur. Þolir ekki  þurrk. Getur þrifist skjólgóðum görðum en dafnar best í björtum gróðurskála.

Fagus sylvatica

Skógarbeyki

Hægvaxta tré.  Getur náð allt að 3-6 m. hæð hér á landi. Laufmikið  og skuggþolið.

Fagus sylvatica ‘Purpurea’

Blóðbeyki

Rauðleit blöð. Þarf sólríkan og góðan stað. Hægvaxta.

Fraxinus excelsior

Evrópuaskur

Stakstætt tré, getur náð á annan tug metra á hæð. Er skuggþolið, þarf frjóan jarðveg. Þarf stuðning og vetrarskýlingu fyrstu árin.

Hippophae rhamnoides

Hafþyrnir

Þyrnóttur runni. Getur náð allt að 6 m. hæð. Blómin lítt áberandi. Falleg rauðgul aldin. Sendinn, grýttur jarðvegur. Þolir vel seltu. Nægjusamur.

Laburnum alpinum

Fjallagullregn

Stakstætt tré. 5-8 m hátt. Gulir hangandi blómklasar í júlí, eitruð aldin. Þarf sól og þurrran jarðveg. Harðgert.

Laburnum x watereri 'Vossii'

Garðagullregn
Blendings-Gullregn

Blómklasar lengri en á fjallagullregni.  ´Vossii´ þroskar síður aldin.Þarf sólríkan stað. Harðgert.

Larix sibrica

Síberíulerki

Stórt barrtré sem fellir nálar. Fallegt garðtré með gula haustliti. Harðgert.

Lonicera caerulea

Blátoppur

Þéttvaxinn runni, 1-2 m. Góður í limgerði. Gul blóm. Skugg- og saltþolinn og afar harðgerður.

Lonicera caerulea var. altaica

Bergtoppur

1-2 m. runni með gul blóm á
vorin. Góður í limgerði. Salt- og skuggþolinn. Harðgerður.

Lonicera caerulea var. edulis ´Þokki´
Blátoppur ´Þokki´
Líkur blátoppi en með stærri og dekkri blöðum.  Harðgerður.

Lonicera deflexicalyx

Gultoppur

Stórvaxinn skrautrunni 1,5-4 m.
Gul blóm, afar blómsæll. Vind- og saltþolinn og harðgerður.

Lonicera hispida
Klukkutoppur
Kröftugur runni um 2 m. á hæð. Blómstrar mikið  stórum gulhvítum blómum. Harðgerður, vindþolinn og skuggþolinn. Lýkur vexti snemma og er því ekki  hætt við haustfrosti.

Lonicera involucrata

Glótoppur

Blómin rauðgul í júní-ágúst.
Hæð 1-2 m.

Lonicera morrowii

Vindtoppur

Hvít blóm í júní-júlí og dökkrauð áberandi aldin í ágúst. Notaður stakstæður eða í limgerði. Vindþolinn og harðgerður. Hæð 1,5-2 m.

Lonicera nigra
Surtartoppur
1-2 m. hár runni með fallegt hnöttótt vaxtarlag.  Blómin ljósbleik, berin blásvört og samvaxin.  Harðgerður.

Lonicera pileata

Vetrartoppur

Ljósgul ilmandi blóm og fjólublá ber. Sígrænn. Hæð 30 cm. Viðkvæmur

Lonicera tatarica  'Arnold Red'

Rauðtoppur

Rauð blóm og ber. Notaður sem
stakur runni og í limgerði.
1-3 m. hár. Harðgerður.

Lonicera xylosteum

Dúntoppur

1-3 m. runni, góður í limgerði. Gulhvít blóm. Skuggþolinn og harðgerður.

Philadelphus coronarius

Snækóróna

Blómviljugur runni 1-1,5m.
Blómin hvít, ilmandi. Þarf þurran, frjóan jarðveg. Sólelskur, saltþolinn og meðalharðgerður

Philadelphus x lemoinei
‘Mont Blanc’

Ilmkóróna

Hvít ilmandi blóm. Þarf skjólgóðan vaxtarstað en þolir vel hálfskugga.
Hæð 1-1,5 m.

Philadelphus lewisii 'Waterton'
Hærukóróna 'Waterton'
Hvít ilmandi blóm.  Þarf skjólgóðan vaxtarstað en þolir vel hálfskugga.
Hæð 1-3 m.

 

Physocarpus intermedius
Arnarkvistill
Kröftugur runni ,1.5-2 m. á hæð og breidd. Blómin ljósbleik.
Physocarpus opulifolius
Garðakvistill
Kröftugur runni , blómstrar hvítum blómum á fyrraársgreinar. Vill rakan jarðveg. hæð 1.5-2 m.
Physocarpus opulifolius 'Diabolo'
Garðakvistill 'Diabolo'
Blöðin dökkpurpurarauð. Vill rakan jarðveg.

Populus tremula

Blæösp

Hægvaxta tré. Blöðin ljósgræn og gulur haustlitur. Harðgert. Hæð 5-7 m.

Populus trichocarpa  'Brekkan', ´'Keisari',

'Salka',  'Sæland'

Alaskaösp

Hávaxið beinstofna tré. Hæstu tré hérlendis um 20m. á hæð. Þarf rakan jarðveg.
Ekki hentugt í litla garða.

Potentilla fruticosa

´Fanney´

Runnamura jarðlæg

Fíngerður jarðlægur skrautrunni með gulum blómum. Blómviljugur og harðgerður.

Potentilla fruticosa
´Månelys´

Runnamura gul

Fíngerður skrautrunni, með fimmfingruð blöð. Gul blóm, blómviljugur og harðgerður. Hæð 1-1,5 m.

Potentilla fruticosa 'Mount Everest'
Runnamura hvít

Blómstrar hvítum blómum allt sumarið frá byrjun júlí. Blómviljugur og harðgerður. Hæð 60-100 m.

 

Potentilla fruticosa

'Red Ace'

Runnamura rauðgul
Blómin rauðgul að innanverðu, en gul að utan.

20-30 cm. Viðkvæm.

Potentilla fruticosa
´Sandwed´

Runnamura hvít

Hvítur blómstrandi runni. Blómviljugur og harðgerður. Hæð 60-100 m.

Prunus padus

Heggur

Margstofna tré eða stór runni. Ilmandi beinhvít blóm. Mjög skuggþolinn og allharðgerður.

Prunus padus
´Colorata´

Blóðheggur

Stór runni, rauðleit blöð og
bleik blóm. Meðalharðgerður.

Prunus nipponica  var.kurilensis

'Brilliant'

'Ruby'

 

Rósakirsi

'Brilliant´ hvít

'Ruby'  bleik

 

Runni eða lítið tré nokkuð harðgert sunnanlands . Blómgast fyrir laufgun í maí. Alþakinn bleikum  eða hvítum blómum.  Falleg garðplanta sem þrífst vel á skjólsælum stað móti sól
Prunus serrulata "Kiku shidare Sakura"
Hengikirsi
Skrauttré með hangandi greinum. Blómgast fyrir laufgun, fylltum bleikum blómum. Lítið reynd hér.
Prunus triloba
Rósamöndlutré
Blómfagurt tré. Blómgast fyrir laufgun, fylltum bleikum blómum. Hæð 1,5 m
Prunus virginiana
Virginíuheggur
Tré eða margstofna runni. Blöðin eru græn fyrst en verða dökkpurrpurarauð.

Ribes alpinum

Fjallarifs

Þéttvaxinn, fíngerður runni
1-2 m. Hentugur í limgerði. Skuggþolinn og harðgerður.

Riber bracteosum 'Perla'
Blárifs 'Perla'
Hvít til rauðleit blóm í maí. Svört, héluð ber í júlí-ágúst. Harðgert og skuggþolið, rauðir haustlitir.  Hæð 1-2 m.

Ribes glandulosum

Kirtilrifs

Skriðul þekjuplanta. Hvít blóm, rauð ber. Fallegir haustlitir. Skuggþolin og harðgerð.

Ribes glaciale
 Jöklarifs/Hnjúkrifs
Dökkgrænt lauf og dökkrauður árssproti. Haustlitir. Fallegt í blóma eða runnabeði.Harðgert.

Ribes laxiflorum

Hélurifs

Lágvaxinn runni. Rauð blóm á vorin og svört ber í júlí-ágúst. Fallegir haustlitir. Harðgerður og skuggþolinn.

Ribes nigrum

Sólber

Berjarunni 1-1,5 m. Berin svört
og C-vítamínrík. Harðgerður.

Ribes sanguineum 'Koja'

Blóðrifs

Allt að 2 m. runni. Blómin
dökkrauð, aldin blásvart. Frekar viðkvæmur.

Ribes spicatum
´Röd Hollandsk´

Rifs 'Röd Hollandsk'

Berjarunni 1,5-2 m. Rauð ber. Harðgerður.

Ribes uva-crispa 'Hinnomaki'

Stikilsber 'Hinnomaki'

Fágætur berjarunni, gefur
uppskeru í góðu skjóli og sól.
Frekar harðgerður.

Salix alaxensis ‘Gústa’

Tröllavíðir
Brúnn Alskavíðir

Grófgerður runni eða tré, mjög hraðvaxta. Notaður í skjólbelti, stórgert limgerði eða sem stakstætt tré. Saltþolinn og harðgerður.

Salix artica 'Skriðnir'
Fjallavíðir 'Skriðnir'
Blöðin gráloðin . Rauðbrúnleitir reklar samtímis laufgun. Harðgerður runni, lágvaxinn og myndar breiður.

Salix borealis

Viðja

Stór runni eða tré. Notað í limgerði eða sem stakstætt tré. Harðgerður.

Salix caprea

Selja

Nær allt að 10 m. hæð. Notuð stakstæð eða klippt í limgerði. Karlreklarnir blómstra. Sólelsk, en þrífst í hálfskugga.
Þarf frekar rakan jarðveg.

Salix glauca
Rjúpuvíðir
Blöð hvítloðin , fallegir reklar. Sólelskur, vindþolinn og harðgerður. Hæð  og breidd 1m.
Salix glaucoserica
Orravíðir
 Silkihærð  blöð, reklar uppréttir og standa lengi. Vind- og saltþolinn. Hæð og breidd 1m.

Salix lanata

Loðvíðir (ísl)

Jarðlægur  runni. Gráloðin blöð. Harðgerður.

'Katlagil' hefur uppréttari vöxt.

Salix myrsinites

Myrtuvíðir

Smágerður runni, þéttgreinóttur með dökkgræn blöð sem haldast brún og visin á runnanum yfir veturinn. Harðgerður.
Hæð 1m. Laus við óþrif.

Salix ovalifolia 'Ljúfa'

Baugavíðir 'Ljúfa'

Blöðin gljáandi og áferðarfalleg. Jarðlægur þekjurunni.

 

Salix phylicifolia ‘Strandir’

Strandavíðir

Blöðin dökkgræn og gljáandi. Salt- og vindþolinn. Góður í limgerði. Harðgerður. Hæð allt að 2,5 m.

Salix repens
Skriðvíðir
Blöðin lítil, dökkgræn. Grængulir reklar. Dökkbrúnir árssprotar. Jarðlægur, góð þekjuplanta. Harðgerður.
Salix reticulata
Netvíðir
Jarðlægur runni, góður í steinhæðir. Blöðin falleg, blágræn og  nettaugótt . Þekjandi.

Salix sp. ‘Brekka’

Brekkuvíðir

Góður í limgerði. Vind- og saltþolinn. Afar harðgerður.

Salix sp.

Hreggstaðarvíðir

Hreggstaðarvíðir er blanda
viðju og brekkuvíðis. Harðgerður.
Góður í limgerði.

Salix viminalis

Körfuvíðir

Ljógræn löng blöð. Verður allt að 5 m. hár. Þarf bjartan stað.

Sambucus racemosa ssp. laciniata
Flipayllir

 

Skrautlegur runni með flipótt blöð. Hvít blóm í klösum í júní-júlí. Skuggþolinn, þarf skjól. Hæð 1-3 m.

Sambucus racemosa s.s.p. pubens

Dúnyllir

Stórvaxinn runni, 2-4 m.
Gulhvítir blómklasar í júní, ber á haustin. Mjög hraðvaxta, ekki vindþolinn en harðgerður.

Sorbaria sorbifolia

Reyniblaðka

1 m. hár skrautrunni. Hvítir blómskúfar síðsumars. Laufgast snemma. Þarf frjóan jarðveg, frekar harðgerður.

Sorbus aucuparia

Ilmreynir

Hávaxið tré, hvítir blómsveipir
í júní, rauð ber á haustin. Gulir
og rauðir haustlitir. Þolir illa
seltu, harðgert.

Sorbus cashmiriana
Kasmírreynir
 Bleik stór blóm í klösum í júlí, stór hvít ber á haustin, rauðir haustlitir. Harðgerður og vindþolinn.  Margstofna tré 2-5m.

Sorbus x hostii

Úlfareynir

Frekar lágvaxið, oft margstofna, harðgert tré. Bleik blóm í júní, rauð ber á haustin.

Sorbus intermedia

Silfurreynir

Stórt garðtré, blöðin silfurlituð á neðra borði. Harðgert.

Sorbus koehneana

Koparreynir

Runnakennt tré, afar fínlegt. Hvít blóm og hvít ber á haustin. Gulir og rauðir haustlitir. Miðlungsharðgert.

Sorbus mougeotii

Alpareynir

3-4 m. hátt tré með hvít blóm og
rauð ber á haustin. Harðgert og saltþolið.

Sorbus reducta
Dvergreynir
Jarðlægur reynir.  Blóm hvít, ber bleik. Góð þekjuplanta í steinhæðir og sem kantplanta.

Spiraea betulifolia

Heiðakvistur

Skrautrunni 0,8-1 m. á hæð. Þéttvaxinn, hvít blóm í júlí, fallegir haustlitir. Harðgerður.

Spiraea betulifolia var. aemliana
Dvergheiðakvistur
Jarðlægur þekjandi kvistur með hvítum blómum og fallegum haustlitum. Harðgerður.

Spiraea japonica ‘Frobelii’

Rósakvistur

Skrautrunni 50 cm. Blómin rauðbleik. Þarf sól og skjól.

Spiraea chamaedryfolia

Bjarkeyjarkvistur

Þéttgreindur runni með hvítum blómum í júlí-ágúst. Skugg- og vindþolinn.

Spiraea x chinerea 'Greifsheim'

Grákvistur

 Skrautrunni með hvítum blómum í júlí-ágúst.   Hæð1-1.5 m.

Spiraea douglasii

Dögglingskvistur

Uppréttur skrautrunni 1 –1,5 m.
Bleik blóm í ágúst-sept. Skriðull, lítið eitt skuggþolinn, harðgerður.

Spiraea henryi

Stórkvistur

2-3 m. skrautrunni. Stórir hvítir blómsveipir í júlí. Fallega útsveigðar greinar. Harðgerður.

Spiraea japonica

´Little Princess´

Dvergkvistur

Lítill skrautrunni, 30 cm. Bleikir blómsveipir í ágúst. Er þekjandi, góður í steinhæðir, miðlungsharðgerður.

Spiraea japonica 'Oddi'
Japanskvistur 'Oddi'
Þéttur blaðfallegur runni. Blóm dökkbleik síðsumars. Þarf skjól og sól

Spiraea x margaritae

Perlukvistur

Lágvaxinn skrautrunni með ljósbleika blómsveipi í júlí-ágúst. Miðlungsharðgerður. Hæð 60-80 cm.

Spiraea mollifolia

Loðkvistur

Skrautrunni með útsveigðar greinar og gráloðin blöð, hvít blóm. Mengunar- og saltþolinn. Harðgerður.

Spiraea miyabei
Skógarkvistur
 Hvít blóm  í júlí-ágúst. Rauðleitt lauf á vorin. Blómviljugur og duglegur.  .Hæð 60-100 cm.

Spiraea nipponica

Sunnukvistur

Skrautrunni 1-2 m. hár. Bogsveigðar greinar. Hvít blóm ofan á endilöngum greinunum. Harðgerður.

Spiraea nipponica 'Snowmound'
Sunnukvistur 'Snowmound'
Bogsveigðar greinar. Hvít blóm ofan á endilöngum greinunum. Smágerðari en aðaltegundin og  viðkvæmari.
Spiraea sp.

 

Birkikvistur
Þéttgreindur runni. Hvít blóm í
júlí, gulir og rauðir haustlitir. Harðgerður. 80-100 cm.
Spiraea sp.
Roðakvistur
Þéttgreindur runni. Bleik blóm í
júlí, gulir og rauðir haustlitir. Harðgerður. 80-100 cm.

Spiraea trilobata

Siberíukvistur

Skrautrunni 60-80 cm. Hvít blóm, blómsæll. Góður í steinhæðir, harðgerður.

Spiraea uratensis

 

Mánakvistur
Uppréttar greinar. Hvít blóm. Harðgerður og blómviljugur. Hæð 1.5-2m.

Spiraea veitchii

Bogakvistur

Runni með útsveigðum greinum, 1,5-3 m. Hvít blóm í ágúst–sept.

Symphoricarpos albus

Snjóber

Mjög skuggþolinn runni, 1-1,5 m. Hvít blóm og síðan hvít ber.
Ekki mjög vindþolinn en harðgerður.

Syringa josikaea

Gljásýrena

Stórvaxinn runni 2-4 m.
Fjólubláir blómklasar í júní-júlí. Saltþolinn og harðgerður.

Syringa josikaea 'Villa Nova'
Gljásýrena  'Villa Nova'

Fjólubláir blómklasar í júní-júlí. Saltþolinn og harðgerður.Stórvaxinn runni 2-4 m.

Syringa x prestoniae ‘Elinor’

Fagursýrena

Elinorsýrena

Stórvaxinn runni 2-3 m. Ljósfjólubláir blómklasar í júlí. Blómviljugur og harðgerður. Saltþolinn.

Syringa reflexa

Bogsýrena

Stórvaxinn runni með útsveigðum greinum 2-4 m. Bleikir blómklasar í júní-júlí. Saltþolinn og harðgerður.

Syringa reflexa 'Mjöll'
Bogsýrena 'Mjöll'
Hvítir blómklasar í júní -júlí. Harðgerður runni 2-4m.

Syringa wolfii

Bjarmasýrena

Stórvaxinn runni með fjólubláa ilmandi blómskúfa í júní-júlí. Harðgerður og blómviljugur. Hæð 4-6 m.

Syringa wolfii 'Valkyrja'
Bjarmasýrena  'Valkyrja'
Stórvaxinn runni með fjólubláa ilmandi blómskúfa í júní-júlí. Harðgerður og blómviljugur. Hæð 4-6 m
Thamnocalamus spathaceus
Bambus
Gulur bambus sígrænn.

Ulmus glabra

Álmur

Seinvaxið stórt tré. Má nota í limgerði. Þarf frjóan og þurran jarðveg. Skuggþolið og miðlungsharðgert.

Viburnum edule
Bersarunni
Blöðin eru rauðleit á vorin, dökkgræn á sumrin og  logagyllt og rauð á haustin. Skuggþolinn og harðgerður, hentar vel í runnaþyrpingar.

Viburnum lantana

Lambarunni

Runni 1-2 m. Blómin hvít og ilmandi en blómstrar sjaldan hér. Blöðin gráloðin. Sæmilega harðgerður.

Vilburnum opulus

Úlfarunni

1 m. hár runni. Blómin hvít í júní-júlí. Rauð aldin sem haldast á runnanum fram á vetur.

Tegundir sem notaðar eru í limgerði:

Alaskavíðir,  birki, blátoppur, brekkuvíðir, glótoppur, dúntoppur, fjallarifs, gljámispill, gljávíðir,hreggstaðavíðir, rauðtoppur, runnamura, strandavíðir, viðja, vindtoppur.

Leiðbeiningar um gróðursetningu og hirðingu trjáplantna

Barrtré og sígrænir runnar

Ávaxtatré og -runnar

[Fara á forsíðu]

Sumarblóm
Sumarblóm
Maturtir
Matjurtir
Skógarplöntur
Skógarplöntur
Garðskálaplöntur

Opið eftir samkomulagi. Hafðu samband í síma 483 4800.

Garðyrkjustöð Ingibjargar | Heiðmörk 38 | 810 Hveragerði | s. 483 4800 | fax 483 4005 | senda tölvupóst